Niðurstöður nýrrar lestrarkönnunar

19.11.2019

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn tekur þátt í gerð könnunar á viðhorfi Íslendinga til bóklestrar, bókasafna og fleira.

Niðurstöður sýna að lestur eykst milli ára og að hlustun á hljóðbækur eykst verulega. Afkastamestu lesendurnir eru konur og barna-fjölskyldur. Rúmlega 60% les einungis eða oftar á íslensku og um 76% svarenda telja mikilvægt að stutt sé við íslenska bókaútgáfu. 52,7% svarenda nýttu sér þjónustu bókasafna s.l. ár. Konur á aldrinum 35-44 ára eru duglegastar að nota bókasöfn og fólk á höfuðborgarsvæðinu notar bókasöfn meira en fólk á landsbyggðinni. Fólk með tvö eða fleiri börn á heimilinu er duglegast að nota bókasöfn og einnig fólk í námi og eftirlaunaþegar.

Sjá nánar á Miðstöð íslenskra bókmennta.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall