Þjónusta safnsins á meðan samkomubann varir

16.03.2020

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn er lokað frá 16. mars 2020 í fjórar vikur, vegna samkomubanns vegna kórónuveirunnar (Covid-19). Meðan á lokuninni stendur munu starfsmenn leggja sig fram um að koma til móts við óskir um þjónustu eins og hægt er.

Þjónustan verður einungis í rafrænu formi og símleiðis á meðan á lokun stendur.

Netspjall safnsins er opið alla virka daga 8:15 – 16:00 á vef safnsins landsbokasafn.is.

Til að hafa samband við þjónustuborð:

Við viljum sérstaklega hvetja til notkunar rafrænna safna við heimildaöflun og vekja athygli á rafrænu safni okkar (gagnasöfn, tímarit og bækur) á vefnum landsbokasafn.is. Hikið ekki við að senda okkur línu ef þið þurfið aðstoð við leitir. Athugið að stundum þurfa nemendur og starfsmenn HÍ að nota fjaraðgang (VPN) til að komast inn á gagnasöfnin og bækur utan háskólasvæðisins.

Einnig minnum við á fjölbreyttar upplýsingar og leiðbeiningar í leiðarvísasafninu Áttavitinn og vekjum sérstaklega athygli á eftirtöldum leiðarvísum:

Handritasafn, Íslandssafn, Kvennasögusafn og Hljóð- og myndsafn

Áframhaldandi upplýsingaþjónusta í síma og tölvupósti verður í boði hjá Handritasafni, Íslandssafni, Kvennasögusafni og Hljóð- og myndsafni


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall