Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi

Örsýning með gögnum frá Þjóðskjalasafni

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

05.03.2020 - 20.09.2020

Björk Ingimundardóttir hlaut viðurkenningu Hagþenkis 2019 fyrir ritið Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi I–II  sem Þjóðskjalasafn gaf út. Í ályktunarorðum viðurkenningaráðsins segir um ritið: „Yfirgripsmikið uppflettirit ásamt kortum sem auðveldar yfirsýn yfir sögu landsins og á eftir að nýtast í margvíslegum rannsóknum um langan aldur. Sagnfræðilegt stórvirki.“ Viðurkenninguna veitti formaður Hagþenkis, Svanhildur Kr. Sverrisdóttir. Ragnheiður Ólafsdóttir flutti tónlist við athöfnina.  Af þessu tilefni hefur verið sett upp lítil sýning í Þjóðarbókhlöðu þar sem má sjá m.a gögn frá Þjóðskjalasafni sem nýttust við samantekt ritanna; Vísitasíubók frá Austfjörðum, bók um kirkjustól Ness í Aðaldal og kort yfir sóknir í Vestur-Landeyjum og hluta Hvolhrepps í Rangárvallasýslu árið 1767.

Örsýning stendur nú yfir í safninu af þessu tilefni með gögnum frá Þjóðskjalasafni.

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar
Heimskommúnisminn og Ísland (lokið)

Heimskommúnisminn og Ísland (lokið)

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Kveisustrengur

Kveisustrengur

Sýning í Safnahúsi

Sjá nánar
Kerguelen á Íslandi 1767 og 1768

Kerguelen á Íslandi 1767 og 1768

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Appelsínur frá Abkasíu (lokið)

Appelsínur frá Abkasíu (lokið)

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall