Nafnasamkeppni fyrir upplýsingakerfi um rannsóknir

18.05.2020

Sumarið 2019 var undirritaður samningur um kaup á upplýsingakerfi fyrir rannsóknir á Íslandi (Current Research Information System – CRIS). Kerfið er af gerðinni Pure frá fyrirtækinu Elsevier og er notað víða um heim. Undirbúningur fyrir innleiðingu kerfisins í háskóla og helstu rannsóknastofnanir hér á landi er í fullum gangi.

Nú er leitað eftir nafni á þetta kerfi. Nafnið þarf að vera lýsandi, má ekki innihalda séríslenska stafi, þarf að vera hægt að fallbeygja og lén fyrir nafnið þarf að vera laust.

Lokafrestur til að senda inn tillögu er 1. júní 2020.

Í verðlaun eru gjafabréf að andvirði 30 þús. krónur.

Tillögur að nafnið skal senda hér.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall