Íslensku safnaverðlaunin

20.05.2020

Þjóðminjasafn Íslands hlaut þann 18. maí, á alþjóðlega safnadeginum, Íslensku safnaverðlaunin fyrir nýja varðveislu- og rannsóknamiðstöð Þjóðminjasafns Íslands í Kópavogi ásamt Handbók um varðveislu safnkosts.

Íslandsdeild Alþjóðaráðs safna (ICOM) og Félag íslenskra safna og safnmanna (FÍSOS) standa saman að verðlaununum sem eru viðurkenning veitt annað hvert ár íslensku safni fyrir framúrskarandi starfsemi.

Guðni Th. Jóhannesson forseti afhenti Margréti Hallgrímsdóttur þjóðminjaverði safnaverðlaunin við athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Rannver H. Hannesson fagstjóri forvörslu og bókbands á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni tók þátt í gerð Handbókar um varðveislu safnkosts fyrir hönd safnsins með því að skrifa grein um forvörslu pappírsgripa, en Handbókin er samstarfsverkefni Þjóðminjasafns, Landsbókasafns og Þjóðskjalasafns.

fisos-logoICOM


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall