Vika opins aðgangs 2020

28.10.2020

Alþjóðleg vika opins aðgangs var haldin í 13. skiptið dagana 19.-25. október 2020. Þema vikunnar  í ár var Opnun með tilgangi: Grípum til aðgerða og byggjum upp jafnræði og sanngirni (Open with Purpose: Taking Action to Build Structural Equity and Inclusion). Háskólabókasöfn á Íslandi tóku sig saman og birtu greinar tengdar opnum aðgangi í vikunni. 

Safnið deildi greinunum á heimasíðu sinni daglega.

Sérstaklega ber að nefna grein Sigurgeirs Finnssonar verkefnastjóra opins aðgangs á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni, Gulur, gylltur, grænn og brons, sem fjallar um opinn aðgang og flókið litróf birtinga.

Aðrar greinar sem birtust voru:

  • Grein Rósu Bjarnadóttur, bókasafni Listaháskóla Íslands, #HvarerOAstefnan? fjallar um mikilvægi þess að íslensk stjórnvöld setji markvissa stefnu um opinn aðgang að rannsóknarniðurstöðum.
  • Hvers vegna kostar 5000 krónur að lesa vísindagrein? er titill greinar Guðrúnar Þórðardóttur, bókasafni Landbúnaðarháskólans Íslands, sem fjallar um ofurverðlagningu og einokun útgefanda á vísindaþekkingu.
  • Þórný Hlynsdóttir, bókasafni Háskólans á Bifröst, fjallar um aðgerðasinnana Aaron Schwarz og Alexöndru Elbakyan og baráttu þeirra fyrir opnu aðgengi að vísindaefni í grein sinni Píratadrottningin og hakkarinn.
  • Sara Stef. Hildardóttir, bókasafni Háskólans í Reykjavík, fjallar um mikilvægi Opins aðgangs á Covid tímum og hversu núverandi birtingarkerfi á vísindaefni er ósjálfbært í grein sinni Covid, opinn aðgangur og ekki-hringrásarhagkerfi.

Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall