„Nokkurar sögur og þættir af fornaldarmönnum Íslendinga“ − Lbs 747 fol.

Handritið „Nokkurar sögur og þættir af fornaldarmönnum Íslendinga“ er varðveitt í handritasafni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns undir safnmarkinu Lbs 747 fol. Það er skrifað og skreytt á tímabilinu 1871-1873 af bræðrunum Guðlaugi og Guðmundi Magnússonum, sem voru vinnumenn á Hafursstöðum og Breiðabólsstað á Fellströnd. Í handritinu eru brot úr fjölmörgum Íslendingasögum: Njáls sögu, Svarfdæla sögu, Valla-Ljóts sögu, Víga-Glúms sögu, Þorvalds þætti tasalda, Reykdæla sögu, Bjarnar sögu a Hítdælakappa, Ólafs sögu helga, Þorsteins sögu hvíta, Vopnfirðinga sögu, Landnámabók, Þorsteins þætti stangarhöggs, Brandkrossa þætti, Droplaugarsona saga, Egils sögu Skallagrímssonar, Gunnlaugs sögu ormstungu, Stúfs þáttur, Þorsteins sögu Síðu-Hallssonar, Þorsteins þætti tjaldstæðings og Egils þætti Síðu-Hallssonar.

Víða í handritnu eru litskreyttar myndir af sögupersónum og atburðum úr sögunum, en það er nú á sýningunni Fortíðarraddir. Handrit, prent og persónulegar heimildir sem stendur yfir í safninu. Handritið má ennfremur skoða á handrit.is

 

Fyrri kjörgripir


200 ára | 1818-2018

Lokaðar dyr - leikmynd eftir Lothar Grund

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Póesíbók Kristínar Vídalín Jacobson

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Skjalasafn Hringsins

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Ein ný sálmabók 1589

Eldri kjörgripur

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall