Bréf Níelsar Jónssonar til Guðrúnar Bjarnadóttur (Lbs. 1000 fol.).

Kjörgripur safnsins í septembermánuði er bréf Níelsar Jónssonar til Guðrúnar Bjarnadóttur. Í mars 1893 skrifaði Níels Jónsson frá Tindi í Strandasýslu (1870 - 1934), bréf til unnustu sinnar, Guðrúnu Bjarnadóttur frá Gjögri (1872 - 1943). Í bréfinu ræðir Níels tilfinningar sínar gagnvart Guðrúnu og bindur vonir til þess að framtíðin verði þeim gæfurík. Bréfið er ríkulega skreytt og myndar texti þess og myndmál þannig ákveðna heild. Níels var drátthagur og vann m.a. að skriftum og bókbandi fyrir samferðafólk sitt. Níels og Guðrún gengu í hjónaband árið 1896 og eignuðust eina dóttur. Bréfið komst í eigu Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns árið 1991 og er varðveitt undir safnmarkinu Lbs 1000 fol. Það er nú á sýningunni „Fortíðarraddir“ á 1. hæð Þjóðarbókhlöðu. Skráningu bréfsins og annarra úr fórum Níels má nálgast hér.

Fyrri kjörgripir


Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall