Letters on Iceland

Uno von Troil (1746–1803) var sænskur guðfræðingur sem ferðaðist um Evrópu um 1770 þar sem hann hitti upplýsingarmenn á borð við Rousseau, Diderot og d’Alembert. Hann kom síðan við í London þar sem hann hitti vin sinn, náttúrufræðinginn Daniel Solander. Þegar Joseph Banks frétti að Troil væri áhugamaður um íslenska tungu var honum boðið með í leiðangurinn til Íslands. Það var Troil sem tók að sér að skrifa ferðasöguna, Bréf frá Íslandi, sem kom fyrst út í Stokkhólmi árið 1777 og var fljótlega þýdd á þýsku, ensku, frönsku, hollensku (1780–1784) og loks á íslensku árið 1961.  Troil varð síðar meir erkibiskup í Uppsölum. Málverkið er eftir Lorens Pasch.

Önnur útgáfa Letters on Iceland á ensku frá árinu 1780 er á sýningu sem tileinkuð er Íslandsleiðangri Joseph Banks 1772. Letters on Iceland er aðgengileg á baekur.is

Fyrri kjörgripir


200 ára | 1818-2018

Lokaðar dyr - leikmynd eftir Lothar Grund

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Póesíbók Kristínar Vídalín Jacobson

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Skjalasafn Hringsins

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Ein ný sálmabók 1589

Eldri kjörgripur

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall