Árið 1752 fengu þeir Eggert Ólafsson (1726-1768) og Bjarni Pálsson (1719-1779) sérstakan styrk frá danska ríkinu til að ferðast um Ísland í fimm ár og rannsaka náttúru þess, skrásetja aðstæður íbúanna ásamt því að koma með tillögur um hvað hægt væri að gera til að bæta ástandið. Reise igiennem Island eða Ferðabókin eins og hún er kölluð á íslensku kom út á dönsku árið 1772 í tveimur bindum myndskreytt með fjölda koparstungna og nýju Íslandskorti og var síðar þýdd á þýsku (1774), frönsku (1802) og ensku (1805) og loks á íslensku (1943). Verkið var fyrsta áreiðanlega og ítarlega lýsingin á Íslandi og Íslendingum.
Bókin tengist sýningu um Íslandsleiðangur Sir Joseph Banks sem stendur til 20. nóvember í safninu.
Eldri kjörgripur
Sjá nánarNetspjall_
Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.
Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.