Hagþenkir, JS 83 fol.

Handskrifað eintak af Hagþenki, ritgerð eftir Jón Ólafsson úr Grunnavík (1705-1779), frá 1737. Jón var vel þekktur fræðimaður sem vann náið með Árna Magnússyni, hinum þekkta handritasafnara, í byrjun átjándu aldar. Jón bjó í Kaupmannahöfn meirihluta lífs síns; þar skrifaði hann margar ritgerðir, sem voru fæstar gefnar út á meðan hann var á lífi — Hagþenkir var t.d. ekki gefinn út fyrr en 1996, þökk sé frumkvæði hópsins Góðvina Grunnavíkur-Jóns. Með verkinu vonaðist Jón eftir því að upplýsa Íslendinga um gott barnauppeldi og gildi góðrar menntunar. Hann vildi stuðla að auknum félagslegum framförum eftir hina erfiðu tíma í byrjun átjándu aldar.

Handritið má skoða hér.

Fyrri kjörgripir


200 ára | 1818-2018

Ferðabók Eggerts og Bjarna - Reise igiennem Island

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Letters on Iceland

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Ferðabók Dr. Helga Pjeturss

Eldri kjörgripur

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall