Málþing um Joseph Banks, Daniel Solander og Íslandsleiðangurinn 1772

30.08.2022

Fullt var út úr dyrum á málþingi sem haldið Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands hélt í Lóni þann 29. ágúst í samvinnu við sænska sendiráðið á Íslandi í tilefni að því að 250 ár voru liðin síðan fyrsti breski vísindaleiðangurinn sótti Ísland heim árið 1772. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra opnaði málþingið og Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands flutti ávarp. Málþingið fór fram á ensku. Erlendir fyrirlesarar voru Sverker Sörlin prófessor sem hélt erindi um sænska grasafræðinginn Daniel Solander, nánasta samstarfsmann Banks, og Dr Neil Chambers sem fjallaði um útgáfustörf Banks. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur ræddi um eldfjöll en aðaltilgangur Banks með Íslandsförinni var að ganga á Heklu. Þóra Ellen Þórhallsdóttir grasafræðingur og Gísli Már Gíslason líffræðingur fjölluðu um vísindaskýrslur leiðangursins en þær hafa aldrei verið rannsakaðar fyrr. Loks fjölluðu sagnfræðingarnir Anna Agnarsdóttir og Sumarliði Ísleifsson um arfleifðina: Íslandsvininn Banks og myndirnar sem listamenn Banks teiknuðu í Íslandsförinni og sem nú má sjá á sýningu sem stendur yfir í Þjóðarbókhlöðunni.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall