Endurminningar Guðrúnar Borgfjörð afhentar handritasafni

11.10.2022

Nýlega gaf bókaforlagið Sæmundur út endurminningar Guðrúnar Borgfjörð (1856-1930). Guðrún var dóttir hjónanna Jóns Borgfirðings fræðimanns, lögregluþjóns og handritasafnara og Önnu Guðrúnar Eiríksdóttur húsfreyju. Hún hélt lengst af heimili fyrir bróður sinn, Klemens, sýslumann og landritara. Á sjötugsaldri hóf Guðrún að rita endurminningar sínar þar sem hún segir frá lífinu í Reykjavík á seinni hluta nítjándu aldar, samferðafólki, fréttum og viðburðum. Endurminningarnar komu fyrst út árið 1947 í styttri útgáfu hjá bókaútgáfunni Hlaðbúð, en eru nú gefnar út í heild sinni. Eiginhandarrit Guðrúnar fannst fyrir nokkrum misserum og afhentu Anna og Áslaug Agnarsdætur það handritasafni fyrir hönd ættingja fyrir skömmu. Það hefur fengið safnmarkið Lbs 5787-5788 4to.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall