Gunnlaugur Briem - 250 ára fæðingarafmæli

1773 – 13. janúar – 2023

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

11.01.2023 - 27.02.2023

Gunnlaugur Guðbrandsson Briem fæddist að Brjánslæk í Barðastrandarsýslu 13. janúar 1773. Foreldrar hans voru Guðbrandur Sigurðsson (1735—1779) prestur að Brjánslæk og kona hans Sigríður Jónsdóttir (1747— 1835). Faðir Gunnlaugs lést af slysförum þegar hann var á sjöunda ári. Ári síðar fór hann í fóstur til séra Björns Halldórssonar prófasts í Sauðlauksdal (1724-1794) og konu hans Rannveigar Ólafsdóttir frá Svefneyjum (1734—1814). Hann ólst upp með þeim næstu átta ár, lengst af að Setbergi í Eyrarsveit. Gunnlaugur sigldi 15 ára að aldri til Danmerkur til að fara í  listnám og starfaði um stutt skeið sem myndhöggvari. Þar kynntist hann Bertel Thorvaldsen myndhöggvara. Að loknu námi i Listaháskólanum vann Gunnlaugur að list sinni um skeið, en lauk prófi í lögfræði árið 1797. Hann fór til Íslands sumarið 1799 og gerðist þá aðstoðarmaður Jóns Jakobssonar sýslumanns í Eyjafjarðarsýslu (1738-1808). Ári síðar gekk hann í hjónaband með Valgerði Árnadóttur (1779—1872). Sama ár var hann skipaður í jarðarmatsnefnd, en þeirri vinnu fylgdu stöðug ferðalög, og bjuggu þau Gunnlaugur og Valgerður því á ýmsum stöðum næstu ár. Meginhluta ævinnar stundaði Gunnlaugur embættisstörf, en hann var lengst af sýslumaður að Grund í Eyjafirði. Kunnastur er hann þó e.t.v. sem einn mesti ættfaðir á Íslandi á síðari öldum.

Í handritasafni eru varðveitt ýmis handrit, bréf og embættisgögn Gunnlaugs (Lbs 196-198 fol.)

 

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar

Erlend handrit úr bókasafni Willards Fiske

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Orðabók Blöndals

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Hallgrímur Pétursson

Hallgrímur Pétursson

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar