Íslenskar myndasögur

11.05.2023

Í samhengi við sýningu á verkum Gísla J. Ástþórssonar hefur Landsbókasafnið efnt til samstarfs við Íslenska myndasögusamfélagið um litla yfirlitssýningu á íslenskum myndasögum fyrr og nú í Þjóðarbókhlöðunni og var hún opnuð fimmtudaginn 11. maí kl. 16. Við opnun sagði Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður nokkur orð og Jón Karl Helgason bókmenntafræðingur flutti fróðlegt erindi sem hann kallaði "Árdaga íslensku myndasögunnar". Fulltrúar Íslenska myndasögusamfélagsins, þau Atla Hrafney Önnudóttir og Einar Valur Másson sögðu frá starfsemi félagsins.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall