Myndlistamaðurinn Magnús Pálsson heimsótti Landsbókasafnið á dögunum ásamt eiginkonu sinni Frances Cowan og leikmynda- og búningahönnuðinum Þórunni Þorgrímsdóttur. Ástæða heimsóknarinnar var afhending Magnúsar á gögnum sem tengjast störfum hans í leikhúsinu. Þar má nefna búningateikningar fyrir Antígónu, sem var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu 1955 í leikstjórn Baldvins Halldórssonar, leikhandrit, aðgöngumiðar á leiksýningar Grímu og gífurlegt magn af rafrænum gögnum.
Magnús á að baki áratugalangan leikhúsferil, en hann hóf störf í Þjóðleikhúsinu stuttu eftir að leikhúsið opnaði. Seinna vann hann líka fyrir Leikfélag Reykjavíkur ásamt fjölmörgum öðrum leikfélögum og var einn af stofnendum leikfélagsins Grímu. Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður, Örn Hrafnkelsson sviðsstjóri varðveislusviðs og Sigríður Jónsdóttir, sérfræðingur á Leikminjasafni tóku á móti gestunum.
Netspjall_
Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.
Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.