Aðventa, skáldsaga Gunnars Gunnarssonar (1889–1975), er sú íslenska jólasaga sem hefur farið víðar um lönd og verið lesin á fleiri tungumálum en aðrar sögur höfundar. Upphaf Aðventu hefur verið rakið til smásögunnar „Den gode Hyrde“ sem birtist í danska tímaritinu Julesne árið 1931. Gunnar sótti oft efnivið í þjóðlegan fróðleik og sagan á bakvið söguna „Den gode Hyrde“ er þáttur Þórðar Jónssonar um Fjalla-Bensa og ferðir hans á Mývatnsöræfum á aðventunni árið 1925, „Í eftirleit“, sem birtist í Eimreiðinni, 1. hefti 1931, um það leyti sem Gunnar vann að sinni sögu. Þar liggja ræturnar þó að langur vegur sé frá þessari stuttu sögu til þess listaverks sem Aðventa er. Í grein eftir Sigurð Örn Guðbjörnsson, „Af ferðalagi lítillar jólasögu“, sem birtist í nýútkominni kjörgripabók safnsins, Tímanna safn, er fjallað um heimildirnar á bak við Aðventu.
Laugardaginn 18. desember 1925 fór Benedikt Sigurjónsson frá Grímsstöðum í björtu veðri og tunglskini, og var förinni heiitið suður í Grafarlönd að leita kinda. Benedikt var annálaður fyrir svaðilfarir og hafði margoft farið í slíkar leitir. Með honum voru sauðurinn Eitill og hundurinn Leó. Auk nestis handa sjálfum sér bar Benedikt hey handa sauðnum og prímus til að hita vatn í kaffi í kofa á leiðinni. Sumarið eftir tók Bárður Sigurðsson meðfylgjandi mynd af Benedikt heima hjá honum á Skútustöðum í Mývatnssveit ásamt sauðnum Eitli og hundinum Leó. Á myndinni er Benedikt með reku, en hann var á skíðum og því með skíðastafi í ferðinni.
Eldri kjörgripur
Sjá nánarEldri kjörgripur
Sjá nánarEldri kjörgripur
Sjá nánarNetspjall_
Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.
Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.