50 ára afmæli Kvennasögusafnsins og kvennaársins

01.01.2025

Kvennasögusafn var stofnað 1. janúar 1975 af þremur konum, Önnu Sigurðardóttur, Elsu Miu Einarsdóttur og Svanlaugu Baldursdóttur. Það var stofnað á heimili Önnu, á fjórðu hæð í blokk á Hjarðarhaga 26 í Reykjavík og starfaði hún þar sem forstöðukona Kvennasögusafns í 20 ár. Því eru 50 ár frá stofnun safnsins um þessar mundir. Allt árið 2025 verður haldið upp á 50 ára afmæli Kvennasögusafnsins sem jafnframt er 50 ára afmæli kvennaársins 1975 og kvennafrídagsins.

Stofngögn Kvennasögusafns eru nú á sýningu í safninu.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall