Dagbækur og minnisbækur Maríu Skúladóttur Thoroddsen (1906–1976) frá þriðja áratug tuttugustu aldar eru kjörgripir safnsins í febrúar. Þær lýsa hugarheimi og tilfinningalífi Reykjavíkurstúlku þess tíma. Dagbækur Maríu frá árunum 1920–1922 lýsa skólagöngu hennar og hversdeginum, tilhugalífi og skólaleiða, hverja hún hitti, hvað var í matinn og hvenær hún fór í bað. Þær innihalda dönskuslettur, enskuslettur og tískuteikningar. Nokkrum af dagbókum og minnisbókum Maríu hefur verið komið fyrir á sýningu í safninu í tilefni af útkomu kjörgripabókarinnar Tímanna safn.
Eldri kjörgripur
Sjá nánarEldri kjörgripur
Sjá nánarNetspjall_
Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.
Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.