„Donum Therkelsen“

Dánargjöf til Bessastaðaskóla 1805

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

19.03.2025 - 10.04.2025

Opnuð hefur verið örsýning í Íslandssafni, „Donum Therkelsen“ sem útleggst sem „Gjöf Therkelsen.“ Hún hefur að geyma sýnishorn af bókum og handritum sem Jón Therkselsen (1774-1805) gaf Bessastaðaskóla árið 1805. Þessi 220 ára dánargjöf er sérstaklega áhugaverð því töluverðar heimildir eru til um aðdraganda hennar, en Jón var aðeins þrítugur að aldri er hann lést. Hann var við nám í Kaupmannahöfn þegar hann veiktist og varð fljótt ljóst í hvað stefndi. Hann tók því saman erfðaskrá þar sem hann ánafnaði Bessastaðaskóla um 300 bækur og nokkur handrit. Um afar stóra gjöf var því að ræða, enda hafði Jón viðað að sér fjölmörgum bókum frá átjándu öld og jafnvel eldri á verkum forngrískra heimspekinga. Jón lagði einnig til að fyrir andvirði þeirra klæða er hann léti eftir sig mætti kaupa fleiri bækur til skólans „eftir góða latneska höfunda“ eins og hann komst að orði.

Í bréfi sem hann skrifaði sumarið 1805 til vinar síns, Steingríms Jónssonar, síðar biskups (1769-1845) ritar hann: „Sálar- og líkamskraftar þverra, sérílagi eru þeir seinni nú hreint á förum, svo ég býst hvern dag við dauða mínum. Mitt testamenti hef ég allt gert, og þar í skeinkt allar mína gagnsbækur og manuscripta til þess íslenska latínuskóla. Útgjöra þær hér um 300 númer og mættu þær setjast í einn afsíðis skáp, og skrifast máski á hurðina: Donum Therkelsen, öðrum til uppörvunar að breyta héreftir, ekki mér til hróss.“ Bækur Jóns gengu til bókasafns Bessastaðaskóla að honum látnum, síðar til Lærða skólans og loks til Landsbókasafns í upphafi 20. aldar.

Sýningarskrá

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar

Nóbelsverðlaun Halldórs Laxness 1955

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Jólaútgáfur

Jólaútgáfur

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Handrit kvenna dregin fram

Handrit kvenna dregin fram

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Maístjarnan fyrir ljóðabók ársins 2022

Maístjarnan fyrir ljóðabók ársins 2022

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar