Vaktmaður óskast til starfa - tímabundið hlutastarf

09.10.2025

Landsbókasafn Íslands – Háskólabóksafn auglýsir eftir vaktmanni í hlutastarf í hússtjórn safnsins. Ráðningartíminn er frá áramótum og út maí 2026. Unnið er á dag-, og kvöldvöktum. Hússtjórn sér um viðhald og rekstur Þjóðarbókhlöðunnar, vaktakerfi og búnað hússins, annast samskipti við þjónustuverktaka og innri þjónustu í húsinu. Vaktmenn bera ábyrgð á símsvörun og öryggisgæslu húss, starfsmanna og gesta.

Við leitum að jákvæðum, liprum og þjónustulunduðum einstaklingi til starfa með ástríðu fyrir öryggi og velferð annarra og getur tekið ákvarðanir skjótt og vel. Um ca 50% starf er að ræða og vinnutími skiptist í dag-, og kvöldvaktir. Safnið er opið fram á kvöld virka daga og um helgar yfir vetrarmánuðina en lokað á rauðum dögum.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Fylgjast með hússtjórnarkerfum hvað varðar brunaboð, ljós, hita og raka.
  • Fylgjast með eftirlitsskjáum og umferð í húsi.
  • Koma að ýmsum viðfangsefnum hússtjórnar, s.s. sorphirðu, öryggisgæslu, þrifum, garðyrkju, símsvörun, flokkun pósts og móttöku vara.
  • Önnur tilfallandi þjónustuverkefni

Leitað er að starfsmanni sem er stundvís og samviskusamur, þjónustulipur, góður í samskiptum og getur tileinkað sér nýja hluti hratt og örugglega. Starfið felur einnig í sér líkamlega vinnu m.a. við útistörf. Viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð. Umsóknarfrestur er til og með 3. nóvember 2025. Umsóknum skal fylgja starfsferilskrá. Vinsamlegast sendið umsókn á netfangið mannaudur@landsbokasafn.is


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall