Fréttasafn - Landsbókasafn

Prófatími - afgreiðslutími og úthlutun borða

21.11.2012

Eins og venja er verður afgreiðslutími safnsins lengdur þrjár helgar vegna haustprófa í Háskóla Íslands.  Við lengjum nú afgreiðslutímann helgarnar 23.-25. nóv., 30. nóv.- 2. des. og 7.-9. des.

Þessar helgar verður safnið opið á föstudögum til kl. 22 og laugardaga og sunnudaga 10-18.

Úthlutun númera vegna prófa hefst föstudaginn 30. nóvember. Þá er hluti lessæta tekinn frá fyrir nema við Háskóla Íslands. Númer eru afhent í afgreiðslum safnsins á 3. og 4. hæð en nemendur þurfa að sýna gilt háskólaskírteini til að fá númer.

Við hvetjum til góðrar umgengni á próftíma. Vinsamlegast virðið reglur safnsins varðandi mat og drykk á lesrýmunum.

Jólaafgreiðslutími hefst 18. desember. Þá er safnið opið 9-17 virka daga og 10-14 á laugardögum. Það verður auglýst nánar síðar.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall