Gvendur dúllari

Guðmundur Árnason fæddist 7. júlí 1833. Hann ólst upp í Tungu í Vestur-Landeyjahreppi en hann missti foreldra sína ungur. Sagt er að hann hafi fengið taugaveiki og heilabólgu, sem varð til þess að hann missti allt vit um skeið, og mun aldrei hafa orðið samur.

Guðmundur er frægur af viðurnefni sínu, Gvendur dúllari, en það vísar til eins konar söngs sem hann iðkaði. Bar hann sig jafnan þannig að við dúllið að hann studdi öðrum olnboganum við fram á borð og hafði einhvern lepp undir honum. Síðan dillaði hann enda litla fingurs eða vísifingurs í hlustinni á meðan hann dúllaði lagið, en það gerði hann með því að velta tungubroddinum upp og niður við efri góminn, svo að fram kom dillandi hljóð í margs konar tilbrigðum og öllum tónhæðum. Oftast dúllaði hann sálmalög og höfðu margir gaman af þessari skemmtun, sem stundum var auglýst opinberlega. Guðmundi var þó fleira til lista lagt, t.d. líkti hann eftir tóni presta, kvað rímur og orti stemmur.

Guðmundur lést 20. apríl 1913 og er því minnst 100. ártíðar hans um þessar mundir.  Myndir af Guðmundi voru gefnar út á póstkortum og eru þau varðveitt í Benediktssafni, einu af sérsöfnum Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns. Þann 25. maí verður sýningin Utangarðs? opnuð í Þjóðarbókhlöðu, en þar munu Gvendur og fleiri kynlegir kvistir koma við sögu.

Fyrri kjörgripir


Lokaðar dyr - leikmynd eftir Lothar Grund
200 ára | 1818-2018

Lokaðar dyr - leikmynd eftir Lothar Grund

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
Póesíbók Kristínar Vídalín Jacobson
200 ára | 1818-2018

Póesíbók Kristínar Vídalín Jacobson

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
Skjalasafn Hringsins
200 ára | 1818-2018

Skjalasafn Hringsins

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
Ein ný sálmabók 1589
200 ára | 1818-2018

Ein ný sálmabók 1589

Eldri kjörgripur

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall