Fréttasafn - Landsbókasafn

Alþjóðlegt nótunúmerakerfi - ISMN

31.05.2013

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn hefur innleitt alþjóðlegt númerakerfi fyrir nótur og nótutengda útgáfu, ISMN, International Standard Music Number. ISMN kerfið er systurkerfi alþjóðlega bókanúmerakerfisins ISBN og virkar á sama hátt.

Útgefendur sem gefa út nótur eða nótnabækur geta sótt um að fá númeraraðir með útgefendatölu sinni eða stök ISMN númer fyrir einstaka útgáfu. Útgefendur sem hafa fengið úthlutað ISBN númeraröðum eru beðnir að nota ekki ISBN númer á nótur eða nótnabækur heldur sækja um ISMN númer fyrir þær ef um slíka útgáfu er að ræða. Hafi nótnabók fengið ISBN númer skal nota ISMN númer sé hún endurprentuð eða endurútgefin. ISMN númerum má úthluta afturvirkt og er það æskilegt sé hægt að koma því við.

Sjá nánar


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall