Fréttasafn - Landsbókasafn

Bókasafnsdagurinn 9. september

06.09.2013

Bókasafnsdagurinn verður haldinn í þriðja sinn á Íslandi mánudaginn 9. september. Að þessu sinni er dagurinn tengdur degi læsis sem er 8. september ár hvert. Yfirskrift dagsins er ,,Lestur er bestur – spjaldanna á milli“. Yfir 100 bókasöfn  taka þátt og verða mörg þeirra  með dagskrá eða tilbreytingu í starfsemi sinni.  

Vefurinn www.bokasafn.is með upplýsingum um bókasöfnin í landinu verður opnaður og einnig verður kynntur listi yfir bestu handbækurnar að mati þeirra sem starfa á bókasöfnum.

Landsbókasafn  Íslands -  Háskólabóksafn býður gestum upp á gjafabókahlaðborð og sýningar á kvikmyndunum Landsbókasafn 150 ára sem gerð var árið 1968 og Þjóðarbókhlaða frá árinu 1990.  Þess má geta að á næsta ári fagnar safnið 20 ára afmæli sínu og árið 2018 verða 200 ár liðin frá stofnun Landsbókasafns. Sýningarnar verða í fyrirlestrasal safnsins  kl. 11-12 og kl. 14-15.

Verið velkomin.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall