Fréttasafn - Landsbókasafn

Málþing Félags um átjándu aldar fræði

13.02.2014

Félag um átjándu aldar fræði heldur málþing undir yfirskriftinni

Hagir kvenna á átjándu og nítjándu öld

í Þjóðarbókhlöðu, fyrirlestrasal á 2. hæð
laugardaginn 15. febrúar 2014.

Málþingið hefst kl. 13:30 og því lýkur eigi síðar en kl. 16:30. 

Flutt verða fjögur erindi sem hér segir:

Kokkur og kærasta í kaupstað
Guðný Hallgrímsdóttir, doktorsnemi í sagnfræði

Dæmdar konur í Natansmálum
Eggert Þór Bernharðsson, prófessor í hagnýtri menningarmiðlun

KAFFIHLÉ

Um æruverðuga hófsemi heldri kvenna
Margrét Gunnarsdóttir, doktorsnemi í sagnfræði

Sigurlaug, ástkona auðmanns
Ragnhildur Bragadóttir, sagnfræðingur

Fundarstjóri: Kristín Svava Tómasdóttir, sagnfræðingur og skáld 


Flutningur hvers erindis tekur um 20 mínútur.

Um 10 mínútur gefast til fyrirspurna og umræðna að loknu hverju erindi. 

Í hléi verða veitingar á boðstólum fyrir framan fyrirlestrasalinn. 

Útdrættir úr erindum liggja frammi á málþinginu.

Þeir verða síðar aðgengilegir á heimasíðu félagsins, http://fraedi.is/18.oldin/

 

Stjórnin

 

Aðalfundur 2014

Aðalfundur Félags um átjándu aldar fræði 2014
verður haldinn í Þjóðarbókhlöðu, fyrirlestrasal á 2. hæð,
laugardaginn 15. febrúar næstkomandi og hefst kl. 12:00.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall