Fjalla-Eyvindur/Bjærg-Ejvind og hans Hustru

Jóhann SigurjónssonÍ handritasafni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns er varðveitt leikhandrit Jóhanns Sigurjónssonar að Fjalla-Eyvindi. Handritið er skrifað í Danmörku á árunum 1909-1911, bæði á íslensku og dönsku og kom fyrst út á dönsku síðla hausts 1911 sem Bjærg-Ejvind og hans Hustru, endurútgefið tvisvar um daga höfundar, 1913 og 1917, og er sá texti verulega frábrugðinn texta frumútgáfunnar. Leikritið byggir á ævi þekktasta útilegumanns á Íslandi fyrr og síðar, Eyvindar Jónssonar, sem fæddist 1714 að Hlíð í Hrunamannahreppi og lést að líkindum í móðuharðindunum, um 1785. Því eru liðin 300 ár frá fæðingu Fjalla-Eyvindar um þessar mundir. Fjalla-Eyvindur hélt til á ýmsum stöðum í óbyggðum í yfir 20 ár ásamt konu sinni, Höllu Jónsdóttur. Leikrit Jóhanns Sigurjónssonar um Fjalla-Eyvind var frumflutt í Reykjavík þann 26. desember 1911 og naut mikillar hylli. Frumsýning leikritsins í Dagmar-leikhúsinu í Kaupmannahöfn vorið 1912 markaði hinsvegar upphafið að frægðarför leiksins, fyrst um Danmörku og Skandinavíu og síðar um Þýskaland þar sem hann var sýndur allvíða, þ. á m. í Berlín. Fjalla-Eyvindur var fyrsta skáldverks íslensks höfundar sem vakti alþjóðaathygli á síðari tímum; áður þekktu útlendingar yfirleitt fátt annað en fornsögurnar. Jóhann Sigurjónsson var fæddur 1880 á Laxamýri. Eftir hann liggja ljóð, leikrit, smásögur og ævintýri. Jóhann Sigurjónsson lést 1919.

Frá uppfærslu Dagmar-leikhússins á Bjærg-Ejvind og hans Hustru  í Kaupmannahöfn 1912 (Sjá nánar á http://leikminjasafn.is/annall/1912eyvi.html).

Fyrri kjörgripir


200 ára | 1818-2018

Póesíbók Kristínar Vídalín Jacobson

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Skjalasafn Hringsins

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Ein ný sálmabók 1589

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Leikmynd og búningar Lothars Grund við Spádóminn

Eldri kjörgripur

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall