Norrænt bókband 2013

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Föstudaginn 2. maí 2014 var opnuð í Þjóðarbókhlöðunni sýningin Norrænt bókband 2013. Við opnun sýningarinnar fluttu ávörp þau Svanur Jóhannesson og Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður. JAM hópurinn sem stendur að sýningunni var stofnaður 1989 eftir námskeið í listbókbandi sem haldið var á vegum Félags bókagerðarmanna í Iðnskólanum í Reykjavík. Dönsku bókbindararnir Arne Møller Pedersen og Jakob Lund voru þar leiðbeinendur. Hópurinn nefndi sig síðan eftir upphafsstöfum þeirra. Þetta var mikil lyftistöng fyrir bókbandsfagið og varð til þess að sex bókbindarar tóku þátt árið eftir í norrænu bókbandskeppninni. Eftir það  var hlé á norrænum sýningum í 14 ár og sagt er að það hafi orðið kynslóðaskipti í faginu. Árið 1998 var ákveðið að freista þess að endurvekja þetta norræna samstarf og var 2001 gengið frá reglum um nýja tilhögun norrænna bókbandssýninga. Sérstök dómnefnd með valinkunnum mönnum dæmir bókbandið og velur 25% af bókunum í sérstakan heiðursflokk. Fyrsta keppnin eftir þessum nýju reglum fór fram 2004 og voru þátttakendur 81, þar af 14 frá Íslandi. Keppnin er haldin 5. hvert ár.  Að þessu sinni eru þátttakendur 80, þar af 13 Íslendingar og fá tveir þeirra heiðursviðurkenningu, þau Hrefna Ársælsdóttir og Ragnar Gylfi Einarsson.

Sýningarskrá PDF.

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar

Þýðingar íslenskra bókmennta á sænsku og ítölsku

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
KÍNA OG ÍSLAND - samskipti vinaþjóða

KÍNA OG ÍSLAND - samskipti vinaþjóða

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Þýðingar á íslenskum bókmenntum

Þýðingar á íslenskum bókmenntum

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Orðabók Blöndals

Orðabók Blöndals

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall