Enskur saltari ÍB 363 8vo

Fallega skreytt brot úr enskum saltara skrifað (um 1300) á latínu á skinn. Brotið inniheldur texta úr Davíðssálmum 37.14–38.6. Efst í vinstra horni á verso-hlið blaðsins er sögumyndastafurinn D, skreyttur og brenndur í gull, sem sýnir Maríu og Jesú taka á móti vitringunum úr austri.

Saltarinn hefur verið tekinn í sundur og notaður í bókband; alls eru 32 skinnblöð á Íslandi sem koma úr þessum saltara, sem virðist mega rekja til Skálholts. Líklega hefur handritið komið til Íslands frá Benediktsreglunni í Carrow, nálægt Norwich, einhvern tíma eftir 1538; á þeim tíma fóru siglingar milli Englands og Íslands að mestu gegnum Great Yarmouth í Norfolk.  Eftirgerð handritsins er nú á sýningu handritasafns.

Hægt er að skoða skráningarfærslu saltarans á Handrit.is.

Fyrri kjörgripir


200 ára | 1818-2018

Lokaðar dyr - leikmynd eftir Lothar Grund

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Póesíbók Kristínar Vídalín Jacobson

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Skjalasafn Hringsins

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Ein ný sálmabók 1589

Eldri kjörgripur

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall