SG-hljómplötur 50 ára

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Svavars Gests (1926-1996) stofnaði útgáfufyrirtækið SG-hljómplötur árið 1964. Alls gaf fyrirtækið út 80 litlar 45 snúninga (45 rpm) hljómplötur og 180 stórar hæggengar 33 snúninga (LP) hljómplötur þau 20 ár sem fyrirtækið starfaði, en á því tímabili urðu miklar breytingar á dægurtónlist og útgáfu á tónlist. Hlutur Svavars Gests og SG hljómplatna í íslenskri tónlistarsögu er ómetanlegur. Með útgáfunni hafa varðveist verk listamanna sem annars hefðu horfið í glatkistuna. Ýmsar hljómsveitir, einsöngvarar, kórar, gamanmál, þjóðlög, jólaefni, leikrit, barnalög. ljóðaupplestur og rímur er að finna í útgáfusafni SG-hljómplatna. Upphaf SG-hljómplatna má rekja til þess að Svavar sá um skemmtiþætti í Ríkisútvarpinu á árunum 1963–1964 þar sem hann fékk nokkra söngvara úr karlakórnum Fóstbræðrum til að flytja lagasyrpur. Þegar útvarpsþáttunum lauk vorið 1964 ákvað hann að bjóða Tage Ammendrup lagasyrpur Fjórtán Fóstbræðra og hljómsveitarinnar til útgáfu á hljómplötu, en Tage rak þá útgáfuna Íslenzka tóna. Tage sagðist vera að draga saman seglin sem plötuútgefandi og benti Svavari á að gefa plötuna út sjálfur. Platan með Fjórtán fóstbræðrum kom svo út 1964 undir merki SG-hljómplatna og varð metsöluplata. Þar með var grunnurinn að SG-hljómplötum lagður og brátt óx fyrirtækið í eitt af stærstu útgáfufyrirtækum landsins með marga fremstu listamenn þjóðarinnar á sínum snærum, svo sem Elly Vilhjálms, Ragnar Bjarnason, Vilhjálm Vilhjálmsson, Ómar Ragnarsson, Savanna tríóið og Hljóma. Í tilefni af því að 50 ár eru frá stofnun SG-hljómplatna hefur lítil sýning verið sett upp í safninu. Í tón- og myndsafni Landsbókasafns má hlusta á allt efni sem til er frá SG-hljómplötum í safninu, bæði vínylplötur og stafrænar endurútgáfur.

Sýningin stendur til 23. nóvember 2014.

Sýningarskrá (PDF)

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar
Kveisustrengur

Kveisustrengur

Sýning í Safnahúsi

Sjá nánar
Hafsteinn Guðmundsson

Hafsteinn Guðmundsson

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall