Þýðingar á íslenskum bókmenntum

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sett hefur verið upp lítil sýning með nokkrum erlendum útgáfum á þýðingum bóka eftir Arnald Indriðason og Auði Övu Ólafsdóttur, en bæði hafa þau átt verk sem notið hafa mikilla vinsælda erlendis á undanförnum misserum.

Arnaldur hefur sent frá sér sautján skáldsögur sem allar eru spennusögur. Skáldsögur hans hafa verið þýddar á tugi tungumála og hlotið góðar viðtökur, sérstaklega í Þýskalandi, en alls hafa selst yfir tíu milljónir eintaka af skáldsögum hans og þær hafa komist ofarlega á metsölulista í mörgum Evrópulöndum og hafa bækur hans verið efst á vinsældalistum víðar en í Evrópu og hefur hann átt bók í efsta sæti bæði  á Svalbarða og  Cook-eyjum. Arnaldur hlaut Glerlykilinn, Norrænu glæpasagnaverðlaunin, fyrir Mýrina árið 2002 og aftur ári síðar fyrir Grafarþögn. Árið 2005 hlaut hann hin virtu ensku glæpasagnaverðlaun Gullrýtinginn frá Samtökum glæpasagnahöfunda fyrir ensku útgáfuna af Grafarþögn. Hann hefur einnig hlotið Grand Prix Littèrature Policiére í Frakklandi, sænsku Martin Beck-verðlaunin fyrir Röddina og bandarísku Barry-verðlaunin fyrir Kleifarvatn, svo og ýmsar aðrar viðurkenningar. Árið 2013 fékk hann svo alþjóðlegu bókmenntaverðlaunin Premio RBA de novela negra fyrir Skuggasund.

Auður Ava Ólafsdóttir starfar sem lektor í listfræði við Háskóla Íslands og var um tíma forstöðumaður Listasafns Háskóla Íslands. Hún hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2004, Menningarverðlaun DV árið 2008 og tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2009. Verk hennar hafa verið þýdd á fjölda tungumála og vakti skáldsagan Afleggjarinn mikla athygli í Frakklandi árið 2010.

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar
Thorbjørn Egner í 100 ár (lokið)

Thorbjørn Egner í 100 ár (lokið)

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Selma Jónsdóttir – 100 ára minning

Selma Jónsdóttir – 100 ára minning

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Byggðasaga Skagafjarðar, I.­–X. bindi

Byggðasaga Skagafjarðar, I.­–X. bindi

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Tryggvi Magnússon og skjaldarmerkið

Tryggvi Magnússon og skjaldarmerkið

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall