Helena Eyjólfsdóttir syngur Heims um ból

Þessi 78-snúninga hljómplata var gefin út af Íslenzkum tónum árið 1954. Á henni syngur Helena Eyjólfsdóttir tvö jólalög við undirleik Páls Ísólfssonar. Platan er hljóðrituð í mono. Upptakan varð gerð í  Ríkisútvarpinu. Platan var pressuð í Noregi, hjá AS Nera í Osló.

Tvö lög eru á plötunni: Heims um ból eftir Franz Gruber, texti eftir Sveinbjörn Egilsson og Í Betlehem er barn oss fætt, danskt þjóðlag, texti eftir Valdimar Briem. Helena Eyjólfsdóttir var aðeins 12 ára þegar þessi plata var tekin upp og vakti bjartur söngur hennar verðskuldaða athygli.

Þessar upptökur og margar fleiri eru nú aðgengilegar á Hljóðsafni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns.

Heims um ból eftir Franz Gruber, texti eftir Sveinbjörn Egilsson

http://hljodsafn.landsbokasafn.is/audioFileDisplay/8536

Í Betlehem er barn oss fætt, danskt þjóðlag, texti eftir Valdimar Briem.

http://hljodsafn.landsbokasafn.is/audioFileDisplay/8537

Fyrri kjörgripir


200 ára | 1818-2018

Lokaðar dyr - leikmynd eftir Lothar Grund

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Póesíbók Kristínar Vídalín Jacobson

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Skjalasafn Hringsins

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Ein ný sálmabók 1589

Eldri kjörgripur

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall