Hafsteinn Guðmundsson

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sýning um Hafsteinn Guðmundsson, hönnuð, bókagerðarmann, kennara, prentsmiðjustjóra og bókaútgefanda

Hafsteinn Guðmundsson bókaútgefandi hefur verið  nefndur „faðir prentlistarinnar á Íslandi á 20. öld“ og fyrsti meistari Íslendinga í týpógrafíu og bókahönnun. Hafsteinn var 14 ára þegar hann hóf nám haustið 1926 hjá Guðjóni Ó. Guðjónssyni í Vestmannaeyjaprentsmiðju og sinnti hann upp frá því prentlist og bókagerð og kom víða við á löngum ferli. Árið 1940 gaf Hið íslenzka prentarafélag út ritið Prentlistin fimm hundruð ára. Hafsteini var falinn frágangur bókarinnar og vöktu teikningar hans í ritinu aðdáun. Hafsteinn var lengstum prentsmiðjustjóri, fyrst í Prentsmiðjunni Hólum og síðar í eigin Prenthúsi, og hannaði þá aragrúa prentgripa. Bókaflokkarnir sem hann hannaði fyrir Mál og menningu voru ákaflega smekklegir og þá ekki síður bókaflokkarnir sem hann hannaði fyrir Almenna bókafélagið. Hafsteinn var einnig mikilvirkur bókaútgefandi og forlag hans, Þjóðsaga, gaf út margar perlur íslenskra bókmennta og menningar eins og þjóðsagnasöfn og ritröð um íslenska þjóðmenningu. Leturval, uppsetning, pappír og bókband, allt var þaulhugsað hjá Hafsteini sem var heiðursfélagi Félags íslenskra bókaútgefenda og jafnframt heiðursdoktor við Háskóla Íslands. Sýning á mörgum helstu verkum Hafsteins með yfirliti yfir feril hans stendur nú yfir á safninu. Félag bókagerðarmanna og Félag íslenskra bókaútgefenda standa að sýningunni í samstarfi við Landsbókasafn íslands – Háskólabókasafn og fjölskyldu Hafsteins.

Sýningin stendur til 13. september.

Sýningarskrá (PDF)

Ljósmynd : Hafsteinn á áttunda áratugnum með Íslenskar þjóðsögur og ævintýri Jóns Árnasonar.

Sýningarskrá

Spjöld

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar

Leiklistarskóli SÁL – 50 ár

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Jólaútgáfur

Jólaútgáfur

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Að vera kjur eða fara burt?

Að vera kjur eða fara burt?

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Paradísarheimt 60/40

Paradísarheimt 60/40

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall