Flett ofan af fortíðinni

04.05.2015

Miðvikudaginn 6. maí mun Guðrún Ingólfsdóttir bókmenntafræðingur flytja erindið „Flett ofan af fortíðinni. Leit að handritum kvenna“ í fyrirlestrarröðinni Íslensk bóksaga í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðu á milli kl. 12:05 – 12:45. Í útdrætti Guðrúnar segir: “Í fyrirlestrinum verður rætt um rannsókn sem ég vinn nú að á bókmenningu kvenna frá miðöldum og til 1730. Með bókmenningu er átt við bóklega iðju kvenna, sem skrifara og eigenda/lesenda handrita. Lítið er vitað um menntun kvenna og þátt þeirra í menningarsögu þjóðarinnar. Rannsókn á bókmenningu þeirra er ætlað að varpa ljósi á þessa þætti en ekki síður sjálfsmynd þeirra og þá þekkingu sem þær öfluðu af bókum. Handrit kvenna eru hins vegar illa skráð, líkt og Guðný Hallgrímsdóttir o.fl. hafa bent á, og því reyndist nauðsynlegt að kafa ofan í handritamergðina til að leita spora eftir formæðurnar. Sagt verður frá tveimur handritum sem eru afrakstur þessarar leitar.“

Guðrún er doktor í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands. Á árunum 1996–2007 vann Guðrún að ýmsum verkefnum við Háskóla Íslands, Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn og Stofnun Árna Magnússonar í íslensum fræðum, t.d. kennslu, handritaskráningu, yfirlestur og samningu pistla fyrir Alfræði íslenskra bókmennta og bókmenntafræða. Guðrún hefur einkum fengist við rannsóknir á bókmenntum og handritum fyrri tíma. Afrakstur þeirra rannsókna má sjá í innlendum og erlendum tímaritum og greinasöfnum.

Fyrirlestrarröðin er styrkt af Rannsóknarsjóði Sigrúnar Á. Sigurðardóttur og Haralds Sigurðssonar

Allir velkomnir.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall