„Vér heilsum glaðar framtíðinni“

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Yfirskrift sýningarinnar, sem er sett upp í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna, er tilvitnun í ræðu Bríetar Bjarnhéðinsdóttir þann 7. júlí 1915 þegar kosningaréttinum var fagnað í fyrsta sinn á Austurvelli. Við opnun sýningarinnar laugardaginn 16. maí 2015 var jafnframt opnaður vefur um sögu kosningaréttar, konurogstjornmal.is, og er hann aðgengilegur á sýningunni. Verkefnið er styrkt af Framkvæmdanefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna og er í samstarfi Landsbókasafns Íslands Háskólabókasafns við Þjóðskjalasafn Íslands, Alþingi, RÚV og Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands.

Árið 1915 fengu allar konur og karlmenn 25 ára og eldri kosningarétt, þó með þeim takmörkunum að miða skyldi við 40 ára aldur kvenna og vinnumanna, sem ekki höfðu haft kosningarétt áður. Aldursákvæðið skyldi síðan lækka um eitt ár árlega þar til það næði 25 árum. Reyndin varð hins vegar sú að 1920 fengu allir jafnan kosningarétt, bæði konur og karlar og var miðað við 25 ára aldur. Smám saman var kosningaaldur lækkaður og síðast í 18 ár árið 1984.

Á sýningunni og á vefsíðunni er rakin saga kosningaréttar á Íslandi og sérstaklega kosningaréttar kvenna, auk þess sem áföngum í kvennabaráttu og jafnréttismálum eru gerð skil. Sýnt er margvíslegt efni úr safninu er varðar kosningaréttinn, en einnig efni frá Alþingi, Þjóðskjalasafni Íslands, Ríkisútvarpinu og fleiri aðilum.

Sýningin stendur frá 16. maí 2015 til 20. mars 2016.

Sýningarskrá (PDF).

Mynd 1: Bríet Bjarnhéðinsdóttir

Mynd 2: Konur í Reykjavík fagna kosningarétti 1915.

Mynd 3: Konur í Thorvaldsensfélaginu í Reykjavík, 1896.

Sýningarspjöld (PDF, 3,5 Mb)

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar

Erlend handrit úr bókasafni Willards Fiske

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Jóla- og nýárskort frá fyrri hluta 20. aldar

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Leiklistarskóli SÁL – 50 ár

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Paradísarheimt 60/40

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall