Úr ættarsögu Borgarfólksins

Sú skáldsaga sem vakti fyrst athygli á Gunnari Gunnarssyni sem rithöfundi var Saga Borgarættarinnar. Sagan kom fyrst út á dönsku 1912-1914.  Árið 1915 komu fyrstu tvö bindin út á íslensku og seinni tvö bindin 1918. Við 18 ára aldur flutti Gunnar Gunnarsson (1889-1975) til Danmerkur til að leggja stund á nám í lýðháskólanum í Askov á Jótlandi. Hann ákvað strax þá að verða rithöfundur og dró fram lífið á skrifum næstu árin. Ormarr Örlygsson, fyrsta bindið af fjórum í Sögu Borgarættarinnar, var gefið út á dönsku 1912. Annað og þriðja bindið, Den danske frue på Hof og Gæst den enøjede, komu út ári seinna og það seinasta, Den unge Ørn, 1914. Saga Borgarættarinnar varð mjög vinsæl í Danmörku og Gunnar varð mikils metinn rithöfundur. Bækurnar segja sögu tveggja sona; annar togast á milli listar sinnar og kalls sveitarinnar, en hinn er versta illmenni. Árið 1919 varð sagan fyrsta íslenska skáldsagan til að vera kvikmynduð.

Hér má sjá brot úr myndinni.  Guðmundur Thorsteinsson (Muggur) er í hlutverki Ormarrs Örlygssonar (Kvikmyndasafn Íslands): http://www.kvikmyndavefurinn.is/films/nr/128

Hér má lesa bókina: http://baekur.is/is/bok/000150986/1/11/Ur_aettarsogu_Borgarfolksins_Bindi_1_Bls_11

Fyrri kjörgripir


200 ára | 1818-2018

Lokaðar dyr - leikmynd eftir Lothar Grund

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Póesíbók Kristínar Vídalín Jacobson

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Skjalasafn Hringsins

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Ein ný sálmabók 1589

Eldri kjörgripur

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall