Breytingar á gjaldskrá um áramót

18.12.2015

Gjaldskrá safnsins mun taka breytingum um áramótin. Árgjald bókasafnsskírteina verður þó óbreytt og sömuleiðis verð á heimildaleit gegn gjaldi. Sami afsláttur og áður gildir fyrir nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands eins og kveðið er á um í samstarfssamningi.

Sumir þjónustuliðir sem hafa lítið eða ekkert hækkað síðustu ár munu hækka lítillega. Það á til dæmis við um ljósritunarkort, leigu á lesherbergjum og millisafnalán.

Leiga á tölvuveri verður ekki lengur í boði. Í fyrirlestrarsal er nú boðið upp á skjáupptöku með Panopto í stað Emission áður, líkt og í Háskóla Íslands.

Fylgist með á gjaldskrá safnsins.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall