Netbirtingarréttur þýðinga Íslendingasagna

18.01.2016

Mennta- og menningarmálaráðherra, landsbókavörður og fulltrúi Sögu forlags undirrituðu nýlega samning um netbirtingarrétt af heildarútgáfum Íslendingasagna og þátta á dönsku, norsku og sænsku. Markmið samningsins er að tryggja sem best aðgengi almennings að þeim mikilvæga menningararfi sem í sögunum og þáttunum felst. Samningurinn gerir ráð fyrir að aðgangur að textunum verði opinn að fullu árið 2025.

Samninginn undirrituðu Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra, Ingibjörg Sverrisdóttir landsbókavörður og Jóhann Sigurðsson framkvæmdastjóri Saga forlags.

Nánar á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall