Nóbelsverðlaun Halldórs Laxness 1955

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Þriðjudaginn 27. október var opnuð sýning í tilefni þess að 60 ár eru liðin frá því að Halldór Laxness hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels. Sýningin er í samstarfi Gljúfrasteins – húss skáldsins, RÚV og Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns.

Á sýningunni gefur að líta margvísleg skjöl úr skjalasafni Halldórs Laxness sem varðveitt er í Þjóðarbókhlöðunni, muni frá Gljúfrasteini og Nóbelsverðlaunin sjálf sem eru í vörslu Seðlabanka Íslands. Þá hefur RÚV unnið sérstakan vef sem tileinkaður er Nóbelsverðlaunum Halldórs Laxness.  

Þórarinn Eldjárn rithöfundur skrifar texta sýningarinnar en sýningarteymið skipa þau Guðný Dóra Gestsdóttir, Bragi Þ. Ólafsson og Ólafur J. Engilbertsson. Sýningin stendur fram til 31. mars 2016.

Sýningarskrá

Sýningarspjöld

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar
Þýðingar á íslenskum bókmenntum

Þýðingar á íslenskum bókmenntum

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Mótun framtíðar – Trausti Valsson

Mótun framtíðar – Trausti Valsson

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Tryggvi Magnússon og skjaldarmerkið

Tryggvi Magnússon og skjaldarmerkið

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Stofngögn Kvennasögusafns

Stofngögn Kvennasögusafns

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar