Íslensk bóksaga - erindi

01.04.2016

Miðvikudaginn 6. apríl mun Ingibjörg Eyþórsdóttir, doktorsnemi í íslenskum bókmenntum,  flytja erindið „Tvær sálmabækur úr hvelfingu Bókhlöðunnar – Lbs 524 4to og Lbs 1927 4to eða Hymnodia Sacra“ í fyrirlestrarröðinni Íslensk bóksaga sem fram fer í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðu á milli kl. 12:05 – 12:45.

Í útdrætti erindisins segir:

Margar sálmabækur eru varðveittar í handritasafni Landsbókasafns. Meðal þeirra eru handritin Lbs 524 4to og Lbs 1927 4to. Lbs 524 4to er talið ritað skömmu fyrir aldamótin 1600. Þar er að finna uppskriftir á svo til öllum sálmum Hólabókarinnar 1589 og nótur við stærsta hlut þeirra. Lbs 1927 4to er nefnt Hymnodia Sacra sem skráð er 1742. Sagt verður frá þessum handritum, þau borin saman og vöngum velt yfir tilgangi þeirra  á sínum tíma.

 

Allir velkomnir


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall