Ár Íslands og Íslands fjöll eftir Samúel Eggertsson

Meðal verka landmælingamannsins Samúels Eggertssonar (1864–1949) eru Ár Íslands og Íslands fjöll þar sem dreginn er saman mikill fróðleikur: Íslands fjöll sýnir hæð helstu fjalla landsins og Ár Íslands sýnir allar helstu ár landsins eftir legu þeirra frá vestri til austurs þar sem bera má saman lengd þeirra. Þessi verk Samúels má nú sjá á sýningunni Sjónarhorn í Safnahúsinu í Reykjavík.

Samúel Eggertsson fæddist í Melanesi á Rauðasandi árið 1864. Hann stundaði nám við bændaskólann í Ólafsdal á árunum 1887–1889 þar sem hann kynntist ýmsum búgreinum, þar á meðal landmælingum. Slík vinna átti vel við hann enda þótti hann drátthagur og hóf hann snemma skrautletursskrift og teiknun uppdrátta eftir að hann fluttist til Reykjavíkur árið 1909 með fjölskyldu sinni. Samúel vann við landmælingar víða um land, kortagerð og kennslu og eftir hann liggja fjölmörg kort, teikningar og uppdrættir, sum hver eru afar umfangsmikil þar sem margþættum upplýsingum er varpað fram með myndrænum hætti. Auk korta sem sýndu landmælingar útbjó Samúel fjölmargar myndir sem sýndu sögulegan fróðleik, svo sem landnám Íslands og mannfjöldaþróun á landinu. Myndverk hans birtust í bókum en voru einnig gefin út sem póstkort og árið 1930 gaf hann út bókina Saga Íslands – línurit með hliðstæðum annálum og kortum. Einnig skrifaði Samúel greinar í blöð og tímarit um náttúrufar, stjörnufræði og fleira.Eldri kjörgripir


Hallbjörg Bjarnadóttir – „Björt mey og hrein“
200 ára | 1818-2018

Hallbjörg Bjarnadóttir – „Björt mey og hrein“

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
Sigurður Ólafsson – „Svanurinn minn syngur“
200 ára | 1818-2018

Sigurður Ólafsson – „Svanurinn minn syngur“

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
Tuksiutit sabbatit ulloinnut napertorsaket
200 ára | 1818-2018

Tuksiutit sabbatit ulloinnut napertorsaket

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
Dægradvöl
200 ára | 1818-2018

Dægradvöl

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
Netspjall