Islendsk Urtagards Bok : Søfnud og samannteken Bændum og Alþydu aa Islande til reynslu og nota

Árið 1770 skrifaði Ólafur Ólafsson Olavius (1741?-1788) bók um hvernig ætti að rækta grænmeti, ætlaða bændum og alþýðufólki. Ólafur fæddist á Eyri í Seyðisfirði í Norður-Ísafjarðarsýslu. Hann nam við Skálholtsskóla og fór svo í læknisnám hjá Bjarna Pálssyni landlækni. Þaðan lá leið Olaviusar til Kaupmannahafnar þar sem hann lauk bakkalárgráðu í heimspeki. Ólafur var á meðal stofnenda Hins íslenska lærdómslistafélags sem var fyrirrennari Hins íslenska bókmenntafélags. Hann skrifaði einkum rit um atvinnuhætti og er merkast þeirra Ökonomisk Rejse i gjennem Island. Rit hans, Islendsk Urtagards Bok,  er fyrsta ritið sem var prentað um matjurtarækt á Íslandi. Ritið hefur að geyma skýringarmyndir af skipulagi garða og af helstu áhöldum til garðræktar og er aðgengilegt á baekur.is

http://baekur.is/is/bok/000302067/Islensk

Fyrri kjörgripir


200 ára | 1818-2018

Lokaðar dyr - leikmynd eftir Lothar Grund

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Póesíbók Kristínar Vídalín Jacobson

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Skjalasafn Hringsins

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Ein ný sálmabók 1589

Eldri kjörgripur

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall