Nokkur orð um menntun og réttindi kvenna

Nú er þess minnst að 160 ár eru liðin frá fæðingu Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, frumkvöðuls í baráttunni fyrir jafnri stöðu kynjanna á Íslandi. Bríet fæddist þann 27. september 1856 og lést árið 1940. Ung að aldri hóf hún að velta fyrir sér jafnréttismálum og þá aðallega misjöfnum möguleikum kynjanna til menntunar. Árið 1885 fékk hún birta grein, fyrst kvenna á Íslandi. Greinin hét Nokkur orð um menntun og réttindi kvenna (Eptir unga stúlku í Reykjavík) og birtist undir dulnefninu Æsa í tímaritinu Fjallkonunni sem Valdimar Ásmundsson, síðar eiginmaður hennar, ritstýrði. Í greininni furðar Bríet sig á áhugaleysi kvenna þegar kemur að réttindamálum þeirra og hvetur þær til að afla sér menntunar. Hún skrifar líka að mismunun kynjanna í uppeldi þeirra sé ótæk og valdi því meðal annars að konur séu skör lægra en karlar í þjóðfélaginu og að það sé engan veginn raunhæft að ætla að köllun kvenna liggi einvörðungu í heimilisstörfum.

Hér má lesa grein Bríetar í Fjallkonunni 1885 á timarit.is:

http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2136443

http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2136446

Fyrri kjörgripir


200 ára | 1818-2018

Lokaðar dyr - leikmynd eftir Lothar Grund

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Póesíbók Kristínar Vídalín Jacobson

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Skjalasafn Hringsins

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Ein ný sálmabók 1589

Eldri kjörgripur

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall