Mæling Íslands – kort Björns Gunnlaugssonar

Á tímabilinu 1776–1818 voru strendur Íslands mældar og gerðir af þeim uppdrættir sem voru síðar prentaðir. Þó að strandmælingarnar væru merkur áfangi var enn langt í land að komið væri viðunandi kort af landinu í heild, byggðum þess og óbyggðum. Einn þeirra sem voru mjög áfram um að úr þessu yrði bætt var Björn Gunnlaugsson kennari á Bessastöðum, og reyndi hann að hvetja stiftsyfirvöld til dáða í þessum málum. Þegar óskum Björns var ekki sinnt ákvað Hið íslenska bókmenntafélag að skerast í leikinn og samþykkti að verja nokkru af árstekjum sínum til að styrkja Björn til mælinga á landinu öllu. Þótt stjórnvöld hefðu hér ekki frumkvæði, þá styrktu þau Bókmenntafélagið fjárhagslega til þessa verks. Björn hófst þegar handa og vann að verkinu á árunum 1831–1843 að sumrinu 1836 undanskildu. Hann mun hafa ferðast rúma 700 daga í mælingaleiðöngrum sínum. Afrakstur af vinnu Björns var kort af Íslandi sem Bókmenntafélagið gaf út á fjórum blöðum 1844–1848, en árið 1849 kom út minni gerð þess á einu blaði. Mæling og kortagerð Björns Gunnlaugssonar var mikið vísindalegt afrek. Í fyrsta skipti var fenginn sæmilegur uppdráttur af landinu. Það kom síðar í hlut Þorvalds Thoroddsen að fylla í þær eyður sem Björn náði ekki að ljúka. Sjá má Íslandskort Björns á sýningu í tilefni af 200 ára afmæli Hins íslenska bókmenntafélags.

Hér má lesa skýrslu Björns í Skírni:

http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1995065

Hér má sjá kort Björns:

http://islandskort.is/is/category/list/8

Fyrri kjörgripir


200 ára | 1818-2018

Lokaðar dyr - leikmynd eftir Lothar Grund

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Póesíbók Kristínar Vídalín Jacobson

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Skjalasafn Hringsins

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Ein ný sálmabók 1589

Eldri kjörgripur

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall