Gamansemi Íslendinga á átjándu og nítjándu öld

24.11.2016

 

 

Gamansemi Íslendinga á átjándu og nítjándu öld

Félag um átjándu aldar fræði heldur málþing undir yfirskriftinni

Gamansemi Íslendinga á átjándu og nítjándu öld

 í Þjóðarbókhlöðu, fyrirlestrasal á 2. hæð,

laugardaginn 26. nóvember 2016.

 

Málþingið hefst kl. 13:30 og því lýkur eigi síðar en kl. 16:15.

 

Flutt verða fjögur erindi sem hér segir:

 

Um kímni og kerskni, húmor og hlátur í íslenskum þjóðsögum

Aðalheiður Guðmundsdóttir
prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands

 

Gamansemi í kveðskap á átjándu öld og fyrri hluta nítjándu aldar

Kristján Eiríksson
rannsóknarlektor á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, nú emeritus

 

KAFFIHLÉ

 

„Ég er að smíða hlandfor“: Um gamansemi Benedikts Gröndal

Ármann Jakobsson
prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands

 

Ljóðabréf Benedikts Gröndals til Sigríðar E. Magnússon

Sveinn Yngvi Egilsson
prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands

 

 

Fundarstjóri: Kristín Bragadóttir
doktorsnemi í sagnfræði við Háskóla Íslands

 

Flutningur hvers erindis tekur um 20 mínútur.

Um 10 mínútur gefast til fyrirspurna og umræðna að loknu hverju erindi.

 

Í hléi býður félagið upp á kaffiveitingar.

 

Útdrættir úr erindum liggja frammi á málþinginu. Þeir verða síðar
aðgengilegir á heimasíðu félagsins,http://fraedi.is/18.oldin/


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall