Elsa Sigfúss syngur Heims um ból helg eru jól

Elsa Sigfúss (1908-1979) er að öllum líkindum sá íslenski tónlistarmaður sem sungið hefur inn á flestar plötur, en staðfest er að um hundrað og tuttugu plötur séu til útgefnar með söng hennar. Elsa Sigfúss var dóttir Sigfúss Einarssonar tónskálds (1877-1939) og Valborgar Einarsson (1882-1985), sem var dönsk (fædd Hellemann). Elsa fæddist í Reykjavík en flutti ung til Danmerkur ásamt fjölskyldu sinni og átti allan sinn söngferil í Danmörku, plötur hennar voru flestar gefnar út fyrir danskan markað. Elsa varð fyrst íslenskra kvenna til að syngja jólalag á plötu en það var lagið Heims um ból helg eru jól sem His Master´s Voice gaf út á 78-snúninga hjómpötu árið 1945. Lagið samdi Franz Grüber (1787-1863) og Sveinbjörn Egilsson (1791-1852) samdi ljóðið. Bjarki Sveinbjörnsson hjá Tónlistarsafni Íslands sá um stafræna yfirfærslu.

Lagið er aðgengilegt á Hljóðsafni Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns: http://hljodsafn.landsbokasafn.is/audioFileDisplay/18234

Fyrri kjörgripir


200 ára | 1818-2018

Lokaðar dyr - leikmynd eftir Lothar Grund

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Póesíbók Kristínar Vídalín Jacobson

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Skjalasafn Hringsins

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Ein ný sálmabók 1589

Eldri kjörgripur

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall