Lukkunnar hjól Lbs 656 4to

Í handriti frá miðri 19. öld má finna þessa teikningu af „lukkunnar hjóli“. Það sýnir prúðbúna stúlku í miðju hjóli sem fjórir karlmenn í fínum klæðum halda utan um. Ef til vill eiga þetta að vera vonbiðlar hennar. Karlmaðurinn sem situr efst á hjólinu ber kórónu á höfði en svipur stúlkunnar er óræður. Hugmyndin um örlaga- eða hamingjuhjólið á rætur í fornri sögn um örlagagyðjuna sem stýrir forlögum manna með því að snúa hjóli sem þeir eru fastir á. Sumir verða ógæfunni að bráð á meðan aðrir njóta mikillar gæfu.

Teikningunni svipar mjög til myndar í fornu evrópsku handriti sem varðveitir kvæðabálkinn Carmina Burana. Þar má sjá krýnda konu fyrir miðju hrings, frá miðju liggja öxlar í hjólið og fjórir karlar hanga þar á. Sá sem trónir efst hefur kórónu á höfði, sá sem er á hvolfi er að missa sína kórónu og hinir eru ókrýndir. Karlarnir eru merktir „ Regno, Regnavi, Sum sine regno og Regnabo“ (ég ríki, ég ríkti, ríki mitt er á enda, ég mun ríkja). Einhvern veginn hefur þessi myndræna hugsun um valdabrölt manna borist til Íslands og skilað sér í þeirri mynd sem við sjáum hér. Handritið þar sem hina íslensku teikningu er að finna hefur að geyma ýmis brot frá 18. og 19. öld. Þar á meðal eru bréfasamtíningur, skýrslur yfir torfbæi í Reykjavík, kvæði eftir Hallgrím Pétursson, athugasemdir vegna túnasléttunar, alþýðulækningar og ýmislegt fleira. Efnið kemur úr ýmsum áttum, frá Jónasi Jónassen lækni, Vilhjálmi Finsen dómara og Steingrími Thorsteinssyni, rektor Lærða skólans.

Sjá má handritið á sýningunni Sjónarhorn í Safnahúsinu í Reykjavík:

http://www.safnahusid.is/vefleidsogn/fra-voggu-til-grafar/salur-i/i-syningarskapur-astir/lukkunnar-hjol

Handritið má skoða í heild sinni á vefnum handrit.is:

https://handrit.is/is/manuscript/imaging/is/Lbs04-0656-I-VII#page/88v++(176+af+182)/mode/2up

Fyrri kjörgripir


200 ára | 1818-2018

Lokaðar dyr - leikmynd eftir Lothar Grund

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Póesíbók Kristínar Vídalín Jacobson

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Skjalasafn Hringsins

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Ein ný sálmabók 1589

Eldri kjörgripur

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall