Þjónusta safnsins með takmörkunum

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn er opið með takmörkunum sem núgildandi reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar og reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar setja. 

 • Safnið er opið:
  • Virka daga 08:15-19:00
  • Laugardaga 10:00-17:00
  • Sunnudaga lokað

115 gestir geta verið á safninu á sama tíma. Sæti eru fyrir eftirtalinn fjölda gesta á hverri hæð.

 • 4. hæð – 40 sæti
 • 3. hæð – 40 sæti
 • 2. hæð – 15 sæti
 • 1. hæð – 20 sæti
   

Skylt er að nota grímur nema þegar setið er við vinnuborð.

Í anddyri á 1. hæð er afgreiðsluborð þar sem gestir tilkynna komu sína en talið er inn í húsið.

Í anddyri er hægt er skila bókum og sækja pantanir. Hægt er að senda tölvupóst á utlan (hjá) landsbokasafn.is og panta efni sem er þá sótt í anddyrið á opnunartíma, eftir að staðfesting hefur borist um að efni sé tilbúið til afhendingar.

Gestir sótthreinsa sjálfir borð, lyklaborð og ljósritunarvélar sem þeir nota, fyrir og eftir notkun. Sótthreinsiefni er í afgreiðslu á hverri hæð.

Nestisaðstaðan á 2. hæð er opin en Háma er lokuð.

Hópvinnuherbergi og -svæði eru lokuð.

Eftirfarandi þjónusta er ekki í boði:

 • Háma er lokuð
 • Það er ekki hægt að skreppa út og „halda plássi“
 • Hópvinna – ekki er hægt að bóka hópvinnuherbergi
 • Eingöngu er hægt að vera þar sem eru lausir stólar og gestir eru beðnir að halda sig á sömu hæð þangað til byggingin er yfirgefin

Opnunartími bókasafnisn í Lögbergi er að finna hér

Starfsmenn áskilja sér rétt til að loka eða rýma svæði eftir þörfum. Ef gestir fara ekki eftir ofangreindum reglum, má vísa þeim úr húsi.

Munið grímuskylduna og að virða 2 metra regluna!

Við minnum á að eftirfarandi í tengslum við þjónustu safnsins:

Netspjall safnsins er opið virka daga 9:00 – 16:00.

Til að hafa samband við þjónustuborð:

 • Upplýsingaþjónusta 
  • Netfang: upplys (hjá) landsbokasafn.is
  • Sími: 525-5685
 • Útlán
  • Netfang: utlan (hjá) landsbokasafn.is
  • Sími: 525-5681

Við viljum sérstaklega hvetja til notkunar rafrænna gagnasafna við heimildaöflun og vekja athygli á rafrænu safni okkar (gagnasöfn, tímarit og bækur) á vefnum landsbokasafn.is. Hikið ekki við að senda okkur línu ef þið þurfið aðstoð við leitir. Athugið að stundum þurfa nemendur og starfsmenn HÍ að nota fjaraðgang (VPN) til að komast inn á gagnasöfnin og bækur utan háskólasvæðisins.

Einnig minnum við á fjölbreyttar upplýsingar og leiðbeiningar í leiðarvísasafninu Áttavitinn og vekjum sérstaklega athygli á eftirtöldum leiðarvísum:

Hægt er að fá lánaðar 1-2 bækur með því að senda póst á utlan(hjá)landsbokasafn.is.

 

Handritasafn, Íslandssafn, Kvennasögusafn og Hljóð- og myndsafn

Áframhaldandi upplýsingaþjónusta í síma og tölvupósti verður í boði hjá Handritasafni, Íslandssafni, Kvennasögusafni og Hljóð- og myndsafni

 • Handritasafn 
  • Netfang: handrit (hjá) landsbokasafn.is
  • Sími: 525-5678
 • Íslandssafn
  • Netfang: islandssafn (hjá) landsbokasafn.is
  • Sími: 525-5633
 • Kvennasögusafn 
  • Netfang: kvennasogusafn (hjá) landsbokasafn.is
  • Sími: 525-5779
 • Hljóð- og myndsafn 
  • Netfang: hljodogmyndsafn (hjá) landsbokasafn.is
  • Sími: 525-5754, 525-5753, 525-5774

Síðast uppfært 19. apríl 2021

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall