Þjónusta safnsins með takmörkunum vegna Covid-19

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn er opið með eftirfarandi takmörkunum sbr. reglugerð frá heilbrigðisráðuneytinu 12. nóvember 2021:

 • Takmarkanir gilda 13. nóvember – 8. desember 2021.
 • Verslanir og söfn: Í verslunum og söfnum gilda almennar reglur um 50 manna fjöldatakmörk, 1 metra reglu og grímuskyldu. Þó er heimilt að taka á móti fimm viðskiptavinum til viðbótar á hverja 10 m² en þó aldrei fleirum en 500 að hámarki.
 • Nálægðarmörk eru 1 metri milli ótengdra aðila. Ef ekki er hægt að virða mörkin er skylt að nota andlitsgrímu.

 

Til að hafa samband við þjónustuborð:

 • Upplýsingaþjónusta
  Netfang: upplys@landsbokasafn.is
  Sími: 525-5685

 • Útlán
  Netfang: utlan@landsbokasafn.is
  Sími: 525-5681

 

Við viljum sérstaklega hvetja til notkunar rafrænna gagnasafna við heimildaöflun og vekja athygli á rafrænu safni okkar (gagnasöfn, tímarit og bækur) á vefnum landsbokasafn.is. Hikið ekki við að senda okkur línu ef þið þurfið aðstoð við leitir. Athugið að stundum þurfa nemendur og starfsmenn HÍ að nota fjaraðgang (VPN) til að komast inn á gagnasöfnin og bækur utan háskólasvæðisins.

Einnig minnum við á fjölbreyttar upplýsingar og leiðbeiningar í leiðarvísasafninu Áttavitinn og vekjum sérstaklega athygli á eftirtöldum leiðarvísum:

Síðast uppfært 26. nóvember 2021

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall