Þjónusta safnsins með takmörkunum

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn er opið með takmörkunum sem núgildandi reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar setja.  

Safnið er opið virka daga 09:00-17:00. Lokað um helgar.

Gestir sótthreinsa sjálfir borð, lyklaborð og ljósritunarvélar sem þeir nota, fyrir og eftir notkun. Sótthreinsiefni er í afgreiðslu á hverri hæð. 
 
Hópvinnuherbergi eru opin. 
 
Nestisaðstaðan á 2. hæð er opin en Háma er lokuð.  

Opnunartíma bókasafnsins í Lögbergi er að finna hér

Starfsmenn áskilja sér rétt til að loka eða rýma svæði eftir þörfum. Ef gestir fara ekki eftir ofangreindum reglum, má vísa þeim úr húsi.

Munið að virða 2 metra regluna!

 

Síðast uppfært 1. júní 2021

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall