Þjónusta

Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn er þjóðbókasafn og bókasafn Háskóla Íslands. Í safninu er boðið upp á margvíslega þjónustu fyrir þann fjölbreytta hóp sem leitar til safnsins, bæði í Þjóðarbókhlöðu og á vef.

Safnið er rannsóknarbókasafn sem lánar út bækur gegn framvísun bókasafnsskírteinis. Að auki rekur safnið lestrarsal þar sem hægt er að skoða þau gögn sem ekki eru lánuð út, þ.e. prentuð íslensk rit, handrit og bréf. Gögn sem ekki finnast í safninu er hægt að panta með millisafnaláni gegn vægri greiðslu.

Athugið að afgreiðslutímar kunna að vera mismunandi eftir deildum.

Útlán

Bækur eru lánaðar út gegn framvísun bókasafnsskírteinis. Þeir sem skráðir eru með lögheimili á Íslandi og hafa íslenska kennitölu, 18 ára og eldri, geta sótt um skírteini. Nemendur við Háskóla Íslands fá skírteini sér að kostnaðarlausu.

Millisafnalán

Safnið útvegar notendum sínum bækur og tímaritsgreinar frá öðrum háskóla- og rannsóknarbókasöfnum. Notendur geta pantað bækur og greinar úr leitarniðurstöðum á Leitir.is með því að skrá sig þar inn.

Beiðni um heimildaleit  

Sérfræðingar í upplýsingaþjónustu framkvæma heimildaleit gegn gjaldi (sjá gjaldskrá). Almennt má reikna með að heimildaleit taki fjórar klst. Þessi þjónusta er ekki hugsuð fyrir námsmenn.

Nemendum HÍ stendur til boða endurgjaldslaus leiðsögn í heimildaöflun

Fá ljósrit af greinum

Starfsfólk millisafnalána ljósritar greinar úr ritum safnsins. Ekki þarf að hafa bókasafnsskírteini til að nýta sér þessa þjónustu. Greinaþjónustan er gegn gjaldi (sjá gjaldskrá).

Hópvinnuherbergi

Á bókunarvef safnsins er hægt að bóka hópvinnuherbergi á 3. og 4. hæð Þjóðarbókhlöðu sem taka 6-10 í sæti.

Leigja lesherbergi

Á 3. og 4. hæð eru 26 lesherbergi sem fyrst og fremst eru ætluð fræðimönnum, nemendum í framhaldsnámi á háskólastigi og öðrum sem vinna að ákveðnum verkefnum og þurfa að nota rit safnsins í því skyni. Hægt er að taka lesherbergin á leigu í mánuð í senn (sjá gjaldskrá).

Leigja sal eða stofu

Hægt er að leigja fyrirlestrarsal á 2. hæð og kennslustofu á 3. hæð fyrir ráðstefnur eða fundi (sjá gjaldskrá).

Skráningarþjónusta 

Landsbókasafn tekur nú að sér að skrá safnkost fyrir smærri söfn þar sem aðföng eru lítil. Í þessu felst flokkun, skráning og tenging í Gegni. Einnig eru rit kjalmerkt sé þess óskað. 
Sjá nánar