Jón lærði og náttúrur náttúrunnar - Viðurkenning Hagþenkis 2016

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Viðurkenning Hagþenkis 2016 var veitt í Þjóðarbókhlöðunni við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 1. mars 2017 en hana hlaut Viðar Hreinsson fyrir bókina Jón lærði og náttúrur náttúrunnar sem Lesstofan gefur út.

Í ályktunarorðum Viðurkenningaráðsins sagði: „Með nærfærnum hætti er fjallað um ævintýralegt lífshlaup manns á mörkum forneskju og nútímafræða í samhengi við evrópska vísindasögu.“

Sama dag, þann 1. mars, var sett upp í safninu örsýning um bókina Jón lærði og náttúrur náttúrunnar og eru þar einnig handrit úr safninu eftir Jón Guðmundsson lærða. Sýningunni lýkur 22. ágúst.

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar